Ritsmiðjur fyrir 12-16 ára | Viltu skálda og bæta orðaforða þinn?

Í ritsmiðjunum verður kennd íslenska í gegnum skapandi skrif. Þemað er veislur, ferðalög, vinátta, tíska og óvæntir atburðir. Þátttakendur lesa örsögur í tíma og ræða efni þeirra. Síðan verður nemendum leiðbeint við ritun einfalds texta á íslensku. Þeir sem vilja geta deilt textum sínum í lok hverrar ritsmiðju og þegar allar fjórar eru búnar verður upplestrarviðburður.

Ritsmiðjurnar er ætlaðar krökkum á aldrinum 12-16 ára sem langar til þess að bæta orðaforða sinn, leika sér með tungumálið og þjálfa sig í skapandi skrifum. Skemmtilegur og spennandi orðaforði verður lagður inn, unnið með efni líðandi stundar og orðasambönd og nýyrðasmíð.


Hámarks fjöldi í hverri smiðju: 12 þátttakendur.
Þátttaka er ókeypis en skráning nauðsynleg. Hægt er að sækja eina eða fleiri smiðjur þar sem hver og ein er kennd sem sjálfstæð eining. Í valmynd má sjá yfirlit yfir þær fjórar ritsmiðjuur sem í boði eru.
Smellið á hlekkina til að skrá ykkur.

Berglind Erna Tryggvadóttir og Þórunn Rakel Gylfadóttir leiða ritsmiðjurnar. Þær eru rithöfundar og íslenskukennarar, auk þess sem þær semja námsgögn í íslensku.
 

Nánari upplýsingar veita:

Berglind Erna Tryggvadóttir
berglinderna12@gmail.com

Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | 411 6115