![](https://borgarbokasafn.is/sites/default/files/styles/ding_secondary_large/public/title_image/event/skrimslaveisla_72_1.jpg?itok=pb79j1G5)
Um þennan viðburð
Tími
16:30 - 17:30
Verð
Frítt
Bókasafn
Hópur
Börn
Aldur
3+
Tungumál
Íslenska
Börn
Sögustund | Skrímslaveisla
Þriðjudagur 4. mars 2025
Komið og kíkið á stóra skrímslið, litla skrímslið og loðna skrímslið í sögustund þar sem við lesum nýju bókina Skrímslaveisla. Litla skrímslið ætlar að halda stórkostlega veislu og bjóða til hennar útvöldum heiðursgestum. En hvað gerist þegar fínu og frægu gestirnir láta ekki sjá sig?
Verið velkomin í notalega sögustund á bókasafninu þar sem lesin verður skemmtileg saga, uppfull af ævintýrum. Eftir lesturinn dundum við okkur við að púsla, teikna eða lita og höfum það notalegt saman.
Sögustundirnar í Borgarbókasafninu Árbæ fara fram fyrsta þriðjudag í mánuði kl.16:30 - 17:30, frá janúar til maí.
Viðburður á Facebook
Nánari upplýsingar veitir:
Agnes Jónsdóttir, bókavörður
agnes.jonsdottir@reykjavik.is | 411 6250