An illustration of a circular calendar.

Um þennan viðburð

Tími
15:30 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
íslenska, english
Föndur

Tilbúningur | Dagatöl

Miðvikudagur 8. janúar 2025

Komdu og föndraðu dagatal sem þú getur notað ár eftir ár!

Þessi skemmtilegu pappírsdagatöl eru falleg og sniðug leið til að fylgjast með dögunum sem líða — og einfaldari en þau líta út fyrir að vera! Þau eru samsett úr þremur pappírsskífum og skoðara, og svo er skífunum einfaldlega snúið þegar nýr dagur eða mánuður rennur upp. Sniðmátið sem þú færð í hendurnar er tómt, og þú getur skreytt það hvernig sem þér dettur í hug. (Sýnidæmið á myndinni er til dæmis með afmælistertu í nóvember.)

Viðburðurinn er viðeigandi fyrir fólk á öllum aldri, og við hvetjum fullorðið fólk sérstaklega til að leyfa sér að taka þátt og vera skapandi, óháð „listrænum hæfileikum“. Áhöld og efniviður verða á staðnum, en þér er velkomið að taka pennaveskið með! Aðgangur er ókeypis og skráning er ekki nauðsynleg.

Tilbúningur fer fram á Borgarbókasafninu í Spönginni á fyrsta miðvikudegi hvers mánaðar, og á Borgarbókasafninu í Árbæ annan fimmtudag hvers mánaðar.

Viðburðurinn á facebook.

Nánari upplýsingar veitir:
Védís Huldudóttir | Sérfræðingur
vedis.huldudottir@reykjavik.is | 411-6237 ✆