Shilpa Khatri Babbar
Shilpa Khatri Babbar

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
Enska
Fræðsla
Spjall og umræður

Indland í brennidepli | Land ómsins og sjálfseflingar

Sunnudagur 10. nóvember 2024

Indland er eitt elsta siðmenntaða ríki heims. Indverjar hafa frá fornu fari ástundað ýmis konar jóga með áherslu á samþættingu líkama, hugar og sálar, sem er valdeflandi og byggir upp úthald hjá þeim sem stunda það. Kraftur hljóðsins er viðurkenndur og að óma og fara með möntrur vekur vellíðan og eykur tilfinningalega og andlega orku.

Í erindinu verður farið yfir möntrur, grunntexti skoðaður, framburður og merkingu, til að dýpka skilning þátttakenda.

Verið velkomin á opinn fyrirlestur fyrir þau sem brenna fyrir þessu efni, engrar kunnáttu í Hindi eða Sanskrít krafist.

Shilpa Khatri Babbar er félagsfræðingur og hefur starfað sem háskólakennari í 25 ár. Hún hefur verið gestakennari og formaður indverskra fræða við Háskóla Íslands frá árinu 2022 á vegum ICCR – Indian Council for Cultural Relations.

Shilpa heldur tvo fyrirlestra í Borgarbókasafninu Grófinni í nóvember en þeir eru framhald af fyrirlestraröð sem haldin var í vor. Fyrir henni er Indland ekki einungis staður á landakortinu heldur líkt og perluband sem myndar þá andlegu, menningarlegu, félagslegu og heimspekilegu þætti sem hafa lagt grunninn að ævafornum siðum og hefðum sem enn eru við lýði í Indlandi.

Næsti fyrirlestur:

Indland í brennidepli | Ayurveda og heildræn vellíðan
Sunnudaginn 17. nóvember kl. 13:00 – 16:00

 

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | 411 6115