Um þennan viðburð

Tími
10:30 - 12:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Tungumál
Íslenska
Liðnir viðburðir

FULLT - Haustfrí | Minecraft smiðja

Mánudagur 28. október 2024

Minecraft er tölvuleikur og sýndarheimur sem gefur sköpunargleðinni og ímyndunaraflinu lausan tauminn. Spilarar geta ýmist spilað einir eða við aðra á netinu, reist mannvirki eða farið í ævintýraferðir en verða þó alltaf að muna að hafa varann á þegar nóttin nálgast.

Hvort sem þú ert Minecraft-snillingur eða varst rétt að byrja hentar þetta námskeið vel. Við ætlum að læra öll bestu trixin í gerð Minecraftheima með Minecraftsérfræðingi frá Skemu í HR og skapa nýja heima í tölvunni. Tölvur verða í boði fyrir þátttakendur.
Komdu og lærðu eitthvað nýtt á meðan þú skemmtir þér vel.

Smiðjan er fyrir 7-10 ára. 
Námskeiðið er fullbókað en hægt að skrá á biðlista.

Skema sérhæfir sig í kennslu og rannsóknum með sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði að leiðarljósi. Skema stendur fyrir fjölbreyttum tækninámskeiðum og vinnur auk þess að því markmiði að kennsla í forritun verði í boði í grunn- og framhaldsskólum landsins. 

Viðburður á Facebook

Nánari upplýsingar:
Ástrún Friðbjörnsdóttir, sérfræðingur
astrun.fridbjornsdottir@reykjavik.is |  411 6230