Sérfræðingur við Borgarbókasafnið Kringlunni | Laus staða

Borgarbókasafnið í Kringlunni auglýsir lausa til umsóknar 100% stöðu háskólamenntaðs starfsmanns. Leitað er að starfsmanni sem býr yfir frumkvæði, mikilli samskiptahæfni og hefur tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð til að starfa að margvíslegum verkefnum og þjónustu á safninu ásamt því að hafa umsjón með barnastarfi og barnadeild Borgarbókasafnsins í Kringlunni

Um tímabundið starf frá 1. september 2024 er að ræða. 

Auk framangreinds krefst starfið metnaðar, skipulagshæfni og sveigjanleika.

Helstu verkefni:
- Umsjón með safnkynningu, sögustundum, viðburðum og fræðsludagskrá fyrir börn og unglinga

- Umsjón með uppbyggingu safnkosts barna- og ungmennadeildar í samræmi við stefnu safnsins

- Samskipti við fagaðila, félagasamtök, skóla, leikskóla og fl.

- Kynning á safnkosti og vinna við útstillingar

- Afgreiðsla og upplýsingaþjónusta við notendur

Sjá allar nánari upplýsingar á vef Reykjavíkurborgar

Flokkur
UppfærtMánudagur, 26. ágúst, 2024 11:39