Um þennan viðburð

Tími
13:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
9 - 12
Tungumál
íslenska
Liðnir viðburðir

Sumarsmiðja | Þjóðsögur

Þriðjudagur 25. júní 2024 - Fimmtudagur 27. júní 2024

Um hvað eru íslenskar þjóðsögur og hvar gerast þær? Hvernig eru íslenskir draugar, álfar, sæskrímsli og tröll?

Í þessari smiðju með Dagrúnu Ósk Jónsdóttur, þjóðfræðingi, byrjum við á að kynnast íslensku þjóðsögunum, skoða hvernig þær eru uppbyggðar og spáum í hin margvíslegu yfirnáttúrulegu fyrirbæri sem þar koma við sögu.

Einnig skoðum við hvernig þjóðsögurnar hafa verið innblástur fyrir fjölmarga rithöfunda í gegnum tíðina, bæði á Íslandi og annars staðar.

Þá sköpum við okkar eigin persónur, sögusvið og framvindu og skrifum í lokin glænýjar, æsispennandi þjóðsögur!


Aldur:  börn fædd 2012, 2013, 2014 og 2015.
Tími: Smiðjan stendur yfir í þrjá daga kl. 13:00-15:00.

​​Skráning  á  sumar.vala.is
HÉR má sjá lista yfir allar sumarsmiðjur bókasafnsins. 


Nánari upplýsingar veitir:
Sæunn Þorsteinsdóttir, sérfræðingur
saeunn.thorsteinsdottir@reykjavik.is | 411 6255