Umsókn um sýningarhald
Hér fyrir neðan getur þú lagt inn umsókn um sýningarhald á Borgarbókasafninu.
Ef þú vilt heldur sækja umsóknareyðublað á PDF og senda í tölvupósti ásamt fylgigögnum á syningar@borgarbokasafn.is þá er það velkomið: umsoknareydublad_syningarhald.doc.
Sýningarnefnd Borgarbókasafnsins fundar reglulega til að fara yfir og svara umsóknum sem berast. Sýningarnefnd áskilur sér rétt til að leggja línur og móta sýningarhald Borgarbókasafnsins út frá áherslum í viðburðadagskrá á hverjum tíma og velur úr umsóknum í samræmi við þær.
Athugaðu að:
- Verkin á sýningunni verða valin í samráði við og sett upp af verkefnastjóra Borgarbókasafnsins.
- Öll vinna og undirbúningur við uppsetningu á sýningunni er sýnanda að kostnaðarlausu og ekki er tekin leiga fyrir sýningaraðstöðuna.
- Með umsókn á að fylgja ferilskrá listamanns og myndir af völdum verkum, sjá neðst á eyðublaðinu.
- Í umsókn ber að setja stutta lýsingu á sýningarhugmyndinni.