Fræsafn Borgarbókasafnsins
Ókeypis fræ
Taktu fræ – Ræktaðu fræ – Gefðu fræ
Hvað er Fræsafnið?
Á Fræsafninu getur hver sem er náð sér í fræ til ræktunar, án endurgjalds. Í boði er gott úrval fræja til að rækta matjurtir, kryddjurtir, salöt, blóm, plöntur og ýmislegt fleira.
Hvar er Fræsafnið?
Fræsafnið er eins og er staðsett í Árbæ, Gerðubergi, Grófinni, Sólheimum, Spönginni og Úlfarsárdal en markmiðið er að öll söfn Borgarbókasafnsins opni sitt eigið Fræsafn um alla borg. Fylgist með á miðlum okkar.
Átt þú afgangs fræ?
Við tökum gjarnan við afgangs fræjum í merktum umslögum í afgreiðslu safnanna.
Ertu að taka þín fyrstu skref í ræktun?
Við eigum frábært úrval af garðyrkjubókum á söfnum okkar og starfsfólk okkar er alltaf til í að veita góð ráð og spjalla um ræktun.
Sjáumst á Fræsafninu!
Árbær - Gerðuberg - Grófin - Sólheimar - Spöngin - Úlfarsárdalur
Meira um Fræsafnið
Við leggjum áherslu á svæðisaðlöguð fræ til að styðja enn frekar við staðbundna ræktun, sem stuðlar að sjálfbærara og sterkara matvælakerfi. Auk þess að dreifa fræjum mun Fræsafnið kynna aðferðir til að geyma fræ og hvetja áhugasöm til að varðveita og deila tegundum sem hafa aðlagast íslensku umhverfi. Með þessu tryggjum við varðveislu seigra tegunda sem hafa sýnt að þær þoli breyttar aðstæður.
Reglulega verða haldnir viðburðir þar sem við munum deila ráðum og visku tengdum ræktun og auðvitað fræjum og plöntum.
Fræsöfn eru orðin æ algengari kostur á bókasöfnum og hefur sýnt sig að þau eru frábær leið til að tengja saman samfélög í gegnum garðyrkju. Fræsafnið felur í sér sterka sýn um tengt, sjálfbært og sjálfbjarga samfélag. Með því að faðma náttúruna, hlúa að sjálfbærum starfsháttum og efla fullveldi matvæla, táknar verkefnið skref umbreytingar í átt að sterkari framtíð.
Nánari upplýsingar:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is