Shilpa Khatri Babbar
Shilpa Khatri Babbar

Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Liðnir viðburðir

Indland í brennidepli II | Indverska heimspekin að baki AUM og orka ómsins

Laugardagur 9. mars 2024

IN ENGLISH

Að óma og fara með möntrur á sanskrít hjálpar okkur að líða vel og auka tilfinningalega og andlega orku. Silpha Khatri Babbar gefur okkur innsýn í indversku heimspekina að baki AUM, hljóðsins sem leiddi til sköpunar heimsins. Öll áhugasöm hjartanlega velkomin og engrar kunnáttu í Hindi eða Sanskrít krafist. 

Fyrirlesturinn fer fram á ensku. 

Shilpa er félagsfræðingur og hefur starfað sem háskólakennari í 25 ár. Hún hefur verið gestakennari og formaður indverskra fræða við Háskóla Íslands frá árinu 2022 á vegum ICCR – Indian Council for Cultural Relations. 

Shilpa heldur fyrirlestra í Borgarbókasafninu Grófinni, þrjá laugardaga í mars. Fyrir henni er Indland ekki einungis staður á landakortinu heldur líkt og perluband sem myndar þá andlegu, menningarlegu, félagslegu og heimspekilegu þætti sem hafa lagt grunninn að ævafornum siðum og hefðum sem enn eru við lýði í Indlandi. Í fyrirlestrunum mun hún kynna fyrir okkur jógahugtakið, indversku heimspekina að baki AUM, lækningakerfið Ayurveda og indverska matarmenningu. 

 

Næsti fyrirlestur: 

Indland í brennidepli III | Allt um Ayurveda, framandi krydd og jurtir  
Laugardagur, 16. mars kl. 15:00 – 16:00 

 

Nánari upplýsingar veitir: 

Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar 
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | 411 6115 

 

Merki