Bókaverðlaun barnanna 2019
Árlega tilnefna börn þær bækur sem þeim þykja skemmtilegastar, áhugaverðastar eða bestar að hvaða ástæðu sem er og verða Bókaverðlaun barnanna afhent nú í 18. sinn. Börn af öllu landinu kusu og alls fengu 117 bækur kosningu.
Af þeim 117 bókum voru það 5 íslenskar og 5 þýddar barnabækur sem stóðu upp úr hjá börnunum og veittu höfundar og þýðendur viðurkenningunni viðtöku við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafninu Grófinni kl. 14:00 á sumardaginn fyrsta. Í lok athafnarinnar steig Jón Víðis á stokk og skemmti með töfrabrögðum sínum.
Þessar 10 bækur keppa svo áfram í kosningu Sagna – verðlaunahátíð barnanna sem verður sjónvarpað á RÚV 1. júní.
Eftirfarandi bækur hlutu Bókaverðlaun barnanna 2019:
Íslenskar
Fíasól gefst aldrei upp – Kristín Helga Gunnarsdóttir
Henri rænt í Rússlandi – Þorgrímur Þráinsson
Orri óstöðvandi – Bjarni Fritzson
Siggi sítróna – Gunnar Helgason
Þitt eigið tímaferðalag – Ævar Þór Benediktsson
Þýddar
Dagbók Kidda klaufa eftir Jeff Kinney, þýðandi Helgi Jónsson
Handbók fyrir ofurhetjur, annar hluti: Rauða gríman eftir Elias Våhlund, þýðandi Ingunn Snædal
Leyndarmál Lindu: sögur af ekki-svo gáfaðri sem veit-allt eftir Rachel Renée Russell, þýðandi Helgi Jónsson
Miðnæturgengið eftir David Walliams, þýðandi Guðni Kolbeinsson
Verstu börn í heimi 2 eftir David Walliams, þýðandi Guðni Kolbeinsson
Kosningavefurinn var opnaður eftir að efstu bækurnar voru tilkynntar í Bókaverðlaunum barnanna. http://krakkaruv.is/sogur
Einnig fengu 10 heppin börn vinning sem tóku þátt í að kjósa bækurnar. Heppnu vinningshafarnir eru:
- Annel Máni Jóhannsson
- Flóki
- Helena Lapas
- Leifur
- María Ævarsdóttir
- Orri Guðmundsson
- Róbert Stefánsson
- Sigrún Alda Jónsdóttir
- Soffía Þóra Ómarsdóttir
- Þór Ástþórsson