Um þennan viðburð

Tími
14:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Liðnir viðburðir

Japönsk leturgerð | Smiðja

Laugardagur 20. maí 2023

Áhugasöm um japönsku og japanskt letur eru velkomin að koma við á Borgarbókasafninu í Gerðubergi til að spreyta sig á að skrifa japanskt letur. Leiðbeinandi á smiðjunni er  Heiðrún G. Viktorsdóttir, myndlistarkona, japönskunemi og bókavörður í Gerðubergi. 

Í smiðjunni verður þátttakendum boðið að skrifa stafrófin hiragana og katakana. Smiðjan hentar mjög vel fyrir byrjendur en þeir sem eru lengra komnir í japönsku eru líka velkomnir. Hægt er að koma við á þeim tíma sem hentar hverjum og einum og dvelja eins lengi og hentar. Það verða skriffæri og blöð til staðar. Það eina sem gestir þurfa að koma með er forvitni og áhugi fyrir japönsku.  

Viðburðurinn fer fram inni á barnadeild bókasafnsins.
Viðburður á Facebook. 

Upplýsingar um viðburðinn veitir:

Heiðrún G. Viktorsdóttir, heidrun.greta.viktorsdottir@reykjavik.is