100 ára afmæli | Sögustund með Dinnu og Dóra
Halló, halló! Öll sem hafa gaman af sniðugum sögum og fyndnum myndum!
Kristín Helga og Halldór (Dinna og Dóri) ætla að malbika Ísland með sögum af Obbuló í Kósímó. Nú þegar eru komnar út Obbuló og Duddurnar og Obbuló og Snyrtistofan.
Glænýjar Obbulóarbækur eru í framleiðslu í Obbulóarverksmiðjunni einmitt núna:
- Obbuló og Vinirnir og Obbuló og Nammið.
- Má klippa skeggið af pabba sínum?
- Eru duddur æðislegar?
- Má tala við ókunnuga?
- Er hægt að troða í sig of miklu af nammi?
Dinna og Dóri mæta á bókasafnið og ræða um Obbuló. Hún á Buddukis sem er hennar uppáhalds tuskuvinur. Takið tuskuvinina ykkar með!
Dinna segir okkur sögurnar af Obbuló og við fáum að sjá hvernig Obbuló verður til í teiknitæki Halldórs.
Og að sjálfsögðu verður talað um Fíusól og hennar nýjustu leyndarmálum uppljóstrað.
Sjáumst í Sólheimum!
Smellið hér til að skoða afmælisdagskrána í Borgarbókasafninu Sólheimum.
Smellið hér til að skoða afmælisdagskrána í öllum söfnum okkar helgina 15. og 16. apríl.
Nánari upplýsingar veitir:
Sigrún Jóna Kristjánsdóttir, barnabókavörður
sigrun.jona.kristjansdottir@reykjavik.is | 411 6160