
Um þennan viðburð
Micro:bit smiðja
Micro:bit býður upp á fjölbreyttar leiðir til að kynnast grunnhugtökum í forritun á auðveldan og umfram allt skemmtilegan hátt. Hægt er að forrita einfaldar skipanir á örtölvuna eins og myndir, hljóð og stafi en auk þess er hægt að búa til flóknari skipanir á micro:bit, til dæmis að tölvan nýtist sem áttaviti eða skilaboðamóttakari, svo fátt eitt sé nefnt.
Leiðbeinandi frá Skemu í HR mun leiða okkur inn í þennan spennandi heim. Skema sérhæfir sig í kennslu og rannsóknum með sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði að leiðarljósi. Skema stendur fyrir fjölbreyttum tækninámskeiðum og vinnur auk þess að því markmiði að kennsla í forritun verði í boði í grunn- og framhaldsskólum landsins.
Viðburður á Facebook
Opnað verður fyrir skráningu 25. apríl.
Nánari upplýsingar veitir:
Herdís Anna Friðfinnsdóttir, sérfræðingur
herdis.anna.fridfinnsdottir@reykjavik.is | 411-6230