Hljómsveitirnar Systur og Ateria með trans fánann í bakgrunn

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Liðnir viðburðir

Tónleikar | Systur og Ateria

Föstudagur 18. nóvember 2022

Vika vitundarvakningar um trans málefni stendur yfir frá 13.-19. nóvember.

Af því tilefni verður Borgarbókasafnið í Úlfarsárdal með dagskrá alla vikuna. Hápunktur vikunnar verða tónleikar þar sem tvær hljómsveitir stíga á stokk, Ateria og Systur.

Hljómsveitin systur spila á hljóðfæri úti í náttúrunni

Hljómsveitina Systur þarf vart að kynna en lag þeirra „Með hækkandi sól“ var framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrr á árinu. Hljómsveitina skipa systurnar Sigga, Beta og Elín og bróðir þeirra Eyþór.

Systur eru fæddar inn í mikla tónlistarfjölskyldu og hafa sungið og gert tónlist saman síðan áður en þær gátu talað saman. Dáleiðandi raddir þeirra blandast saman í harmóníur sem eru í senn hlýjar og töfrandi. Þær hafa lengi heillað Íslendinga með tónlist sinni sem samin hefur verið undir formerkjum hljómsveitarinnar Sísí Ey.

Systur trúa eindregið á lækningamátt tónlistarinnar og mikilvægi þess að styðja þau sem eru jaðarsett í samfélaginu en undanfarin ár hafa þær lagt mikla áherslu á réttindi trans barna.

Hljómsveitin Ateria svarthvít

Ateria er hljómsveit frá Reykjavík skipuð systkinunum Ásu og Eiri og frænku þeirra, Fönn. Hljómsveitin sigraði Músíktilraunir árið 2018 og hefur síðan spilað á fjölda tónlistarhátíða og tónleikum, svo sem Iceland Airwaves og Secret Solstice.

Í október 2021 gáfu þau út fyrstu plötuna sína, and_vari. Allir meðlimir hljómsveitarinnar hafa stundað bæði klassískt og rytmískt tónlistarnám til margra ára og er því tónlist hljómsveitarinnar fjölbreytt, en hefur þó verið lýst sem þjóðlaga-goth. Nafnið „Ateria“ er dregið af latneska heiti æðarfuglsins, Somateria mollissima, sem er sameiginlegt áhugamál allra hljómsveitarmeðlimanna.

 

Kl. 17:00:           Ateria

Kl. 17:30:           Systur

 

Viðburður á Facebook.

Öll velkomin!

Sjá fleiri viðburði tengda Viku vitundarvakningar um trans málefni hér fyrir neðan.

Nánari upplýsingar veitir:
Stella Sif Jónsdóttir, sérfræðingur | viðburðir og fræðsludagskrá
stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is