Dótatombóla
Dótatombóla

Um þennan viðburð

Tími
12:00 - 14:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Liðnir viðburðir

UNICEF | Dótatombóla og -skiptimarkaður

Sunnudagur 27. mars 2022

Staðsetning: Torgið, 1. hæð

Borgarbókasafnið og Ungmennaráð UNICEF taka höndum saman og efna til skemmtilegustu dótatombólu og -skiptimarkað ársins!
Börn geta komið og skipst á leikföngum og svo geta allir keypt miða að andvirði eins bólusetningarskammts og snúið lukkuhjóli UNICEF. Það er aldrei að vita nema heppnin sé með þér og þú vinnir leikfangið sem þig langaði alltaf í. Það verður líf og fjör hjá okkur og mun UNICEF m.a. bjóða upp á ískrap til styrktar málefninu.

Við hvetjum alla til að koma í bókasafnið, gleðja börnin með nýju leikfangi og láta gott að sér leiða í leiðinni.  

Allur ágóði er nýttur í bólusetningar gegn COVID-19 fyrir börn í efnaminni löndum.

Viðburður á Facebook.

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411-6146