Íslensku bókmenntaverðlaunin | Tilnefningar 2021
Þann 25. janúar 2022 verður tilkynnt um hvaða þrjú verk og höfundar þeirra hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókaárið 2021.
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru tilkynntar á Kjarvalsstöðum þann 1. desember. Það er alltaf mikil spenna fyrir bókmenntaverðlaunum ár hvert. Í ár voru tilnefnd bæði kunnugleg nöfn og einnig nýjir höfundar með sitt fyrsta verk sem og höfundar með sína fyrstu tilnefningu. Það þykir mikil nýlunda að í flokki fagurbókmennta var eitt verk tilnefnt sem hefur sex höfunda. Þetta hefur ekki gerst áður í sögu verðlaunanna sem hafa verið veitt síðan 1989, en það ár var ljóðabókin Yfir heiðan morgun, eftir Stefán Hörð Grímsson, valin sigurvegari.
Það er FÍBÚT, Félag íslenskra bókaútgefenda sem stendur að Íslensku bókmenntaverðlaununum.
Það má finna tilnefndar bækur á Borgarbókasafninu. Taka frá, lána og lesa, lesa lesa.
Fimm bækur tilnefndar í þremur flokkum
Flokkur barna- og ungmennabóka:
Akam, ég og Annika. Höfundur: Þórunn Rakel Gylfadóttir. Útgefandi: Angústúra.
Bál tímans: Örlagasaga Möðruvallabókar í sjö hundruð ár. Höfundur: Arndís Þórarinsdóttir. Útgefandi: Mál og menning.
Ferðalagið: styrkleikabóka. Höfundur: Jakob Ómarsson. Útgefandi: Af öllu hjarta.
Í huganum heim. Höfundur: Guðlaug Jónsdóttir. Myndhöfundur: Hlíf Una Bárudóttir. Útgefandi: Guðlaug Jónsdóttir og Karl K. Ásgeirsson.
Reykjavík barnanna. Höfundur: Margrét Tryggvadóttir. Myndhöfundur: Linda Ólafsdóttir. Útgefandi: Iðunn.
Flokkur fræðibóka og rita almenns eðlis:
Bærinn brennur: Síðasta aftakan á Íslandi. Höfundur: Þórunn Jarla Valdimarsdóttir. Útgefandi: JPV útgáfa.
Sigurður Þórarinsson: Mynd af manni I-II. Höfundur: Sigrún Helgadóttir. Útgefandi: Náttúruminjasafn Íslands.
Sturlunga saga eða Íslendinga sagan mikla I-III. Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir. Útgefandi: Hið íslenzka fornritafélag.
Vatnajökulsþjóðgarður: Gersemi á heimsvísu. Höfundur: Snorri Baldursson. Útgefandi: JPV útgáfa.
Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu: Um notkun dönsku og erlend áhrif á íslensku. Höfundur: Kristjana Vigdís Ingvarsdóttir. Útgefandi: Sögufélag.
Flokkur fagurbókmennta:
Ljósgildran. Höfundur: Guðni Elísson. Útgefandi: Lesstofan.
Olía. Höfundar: Fríða Ísberg, Melkorka Ólafsdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Þórdís Helgadóttir / Svikaskáld. Útgefandi: Mál og menning.
Sextíu kíló af kjaftshöggum. Höfundur: Hallgrímur Helgason. Útgefandi: JPV útgáfa.
Sigurverkið. Höfundur: Arnaldur Indriðason. Útgefandi: Vaka Helgafell.
Tilfinningar eru fyrir aumingja. Höfundur: Kamilla Einarsdóttir. Útgefandi: Veröld.
Til hamingju kæru höfundar og útgefendur!