Liðnir viðburðir
Tækniaðstoð | Tölvur og snjalltæki
Fimmtudagur 9. desember 2021
Hvers konar aðstoð er í boði?
Við aðstoðum þig meðal annars við að nýta tölvur/snjalltæki til að:
- Leita að upplýsingum á netinu
- Finna vefsíður og eyðublöð
- Panta vörur og sækja afþreyingu
- Skrá þig sem notanda á hinum ýmsu miðlum
- Taka myndir og senda áfram í tölvupósti eða deila á samfélagsmiðlum
- Og hvað það sem kann að koma upp hverju sinni
Hvað þarf ég að koma með?
Æskilegt er að koma með eigin fartölvu, snjallsíma og/eða spjaldtölvur eða það sem þú notar helst – en á söfnunum er einnig aðgangur að spjaldtölvum og borðtölvum.
Það eru starfsmenn safnsins sem aðstoða. Þeir eru ekki sérfræðingar um tölvu- eða tæknimál en eru vel að sér í ýmsu því varðandi þar sem stór hluti vinnu á bókasafni fer fram á tölvum.
Alla fimmtudaga kl. 14:00–16:00.
Tækniaðstoðin er ókeypis og opin öllum!