
Um þennan viðburð
Bókakaffi | Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir er dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og rithöfundur. Slétt og brugðið er þriðja skáldsaga hennar.
„Sex konur hafa í fjöldamörg ár hist í saumaklúbbi. Dag einn ákveða þær hins vegar að gera eitthvað allt annað en vanalega þegar þær koma saman. Þetta hrindir af stað óvæntri atburðarás sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf þeirra. Konurnar standa flestar á krossgötum og þessi breyting hjálpar þeim að takast á við erfið mál í einkalífi og starfi. Slétt og brugðið er einstök bók um þann styrk sem konur búa yfir og mátt djúprar vináttu og er skrifuð í léttum og skemmtilegum stíl.“
Áður hafa komið út skáldsögurnar Tapað Fundið og Sara. Árelía hefur einnig skrifað fræðigreinar og sjálfshjálparbækur m.a. Á réttri hillu og Sterkari í seinni hálfleik og haldið fjölda námskeið sem tengjast þeim.
Nánari upplýsingar:
Jónína Óskarsdóttir
jonina.oskarsdottir@reykjavik.is