
Um þennan viðburð
Sýning | Í lofti, á láði og legi
Þorgerður Jörundsdóttir sýnir blek-, tússteikningar og blýantsverk sem sýna líffræðilegan fjölbreytileika og tengsl mannsins við náttúruna.
Viðfangsefni sýningarinnar er lífræðilegur fjölbreytileiki og tengsl mannsins við náttúru og umhverfi. Á þessum þverstæðukenndu tímum sem við lifum ríkir annarsvegar sú hugmynd að maðurinn hafi náð fullu valdi yfir náttúrunni en á sama tíma stefnir allt í óafturkræfar breytingar og eyðingu lífríkisins. Verkin á sýningunnu eru þrenns konar. Myndverkin eru málverk þar sem málað er með bleki og svo teiknað ofaní með tússi og hins vegar eru blýantsteikningar. Efniviðurinn sem er á mörkum þess að vera óhlutbundinn og fígúratívur er sóttur í margvísleg náttúruform. Verkin eru unnin í miklum smáatriðum og undir stækkunargleri. Að auki eru ljósmyndir af náttúru og hálfmennskri furðuverðu á ferðalagi. Búningur verunnar er til sýnis og gefst gestum kostur á að máta og taka af sér mynd.
Þorgerður Jörundsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1969 og stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og frönskunám í Université de Caen í Frakklandi. Hún lauk námi við skúlptúrdeild MHÍ 1999 og BA í heimspeki við Háskóla Íslands 1995. Þorgerður hefur starfað við íslenskukennslu, þýðingar og ritstörf meðfram myndlistinni.
Verið velkomin á opnun sýningarinnar, fimmtudaginn 2. september kl. 17.
Sýningin er opin á opnunartíma safnsins, mán-fim 10-19, fös 11-18 og lau 11-16.
Frekari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen
Sigridur.Steinunn.Stephensen@reykjavik.is