New in Iceland | Torgið
Á hvaða upplýsingum þurfum við að halda til að fóta okkur og vera virkir þátttakendur í samfélaginu? Hvernig er best a miðla þessum upplýsingum svo við skiljum þær?
Joanna Marcinkowska ræðir við okkur um ráðgjafaþjónustu New in Iceland, sem svarar spurningum innflytjenda um allt sem tengist lífinu á Íslandi.
Hvaða upplýsingar eru öllum nauðsynlegar? Skipta almenningsrými eins og bókasöfn máli þegar kemur að miðlun þekkingar óháð stöðu fólks?
Við ræðum hvernig við náum skilningi á nýjum aðstæðum og hvaða möguleika við höfum til að skilgreina hlutverk okkar í samfélaginu.
Umræðurnar eru opnar, öll velkomin og þátttaka ókeypis.
New in Iceland má kynna sér frekar hér.
Viðburður á Facebook.
Frekari upplýsingar um viðburðinn veitir:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is