Spilum og spjöllum á íslensku
Lærðu íslensku með okkur og hittu aðra sem eru að læra líka - þátttaka er ókeypis. Leiðbeinendur hafa mikla reynslu í að kenna íslensku sem annað mál. Við spilum orðaleiki, spjöllum og skemmtum okkur vel. Allir geta verið með, þó þeir tali ekki mikla íslensku.
Við eigum spil fyrir öll þrep, leiðbeinendur aðstoða. Allir geta verið með, þó þeir tali ekki mikla íslensku!
Leiðbeinandinn sem tekur á móti þátttakendum í Grófinni heitir Hildur Loftsdóttir. Hún er rithöfundur, blaðamaður og kennari. Hildur hefur búið á fjórum mismunandi stöðum í heiminum og hefur gaman af tungumálum. Hún hefur starfað sem íslenskukennari síðustu 9 ár, fyrst í New York og núna hjá Tin Can Factory í Reykjavík. Hún gefur út frábærar barnabækur og fékk nýlega verðlaun fyrir nýjustu bókina sína.
Nánari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is