
Lalli og Maja
Um þennan viðburð
Tími
13:00 - 17:00
Verð
Frítt
Bókasafn
Hópur
Börn
Liðnir viðburðir
Spæjararatleikur Lalla og Maju
Laugardagur 8. maí 2021
Finnið sjónaukana! Upp með stækkunarglerin! Í dulargervin!
Komið í spæjararatleik byggðan á bókunum um Spæjarastofu Lalla og Maju á Borgarbókasafninu í Kringlunni. Stígið í spor Lalla og Maju, ráðið gáturnar og leysið ráðgátuna! Ratleikurinn er auglýstur á laugardag, en verður uppi frá föstudegi til mánudags. Dregið verður vinningshafa úr réttum lausnum! Tilvalin skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Þátttaka er ókeypis en áhugaspæjarar eru hvattir til að klæða sig upp!
Það er ekki skráning á þennan viðburð en sóttvarnareglum er fylgt í hvívetna.
Sjá hér upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir safnsins.
Nánari upplýsingar veitir:
Glódís Auðunsdóttir
glodis.audunsdottir@reykjavik.is | 411 6200