Liðnir viðburðir
Krakkahelgar | Sögustund með Sólu
Sunnudagur 9. maí 2021
Í meira en 10 ár hefur Sóla Grýludóttir hringsólað um borgina á sögubílnum Æringja og sagt sögur.
Í vorbirtunni ætla Sóla og Æringi að halda söguveislu í Árbæ. Börnum, stórum sem smáum, er boðið í sögustund hjá sögukonu í bókasafninu á meðan Æringi bíður rólegur úti. Sóla segir sögur og syngur sumarlög með hjálp barnanna.
Sjá hér upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir safnsins.
Sóla og sögubíllinn á Facebook
Nánari upplýsingar veitir:
Sæunn Þorsteinsdóttir
saeunn.thorsteinsdottir@reykjavik.is