Um þennan viðburð
Tónlist á Lækjartorgi
Komdu á fjöltyngda tónleika á Lækjartorgi með Teiti Magnússyni og Ingibjörgu Elsu Turchi! Hittumst fyrir framan gróðurhúsið og njótum stundarinnar saman.
Teit Magnússon þarf vart að kynna fyrir íslenskri alþýðu. Eftir að hafa gefið út reggí tónlist með Ojba Rasta vakti Teitur athygli undir eigin nafni árið 2014 með sólóplötu sinni 27. Platan innihélt skynvillu-skotið dægurlagapopp og var fylgt eftir með plötunni Orna árið 2018 við góðan orðstír.
Bassaleikarinn og tónskáldið Ingibjörg Elsa Turchi hefur leikið með mörgum af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar, svo sem Bubba Morthens, Stuðmönnum, Teiti Magnússyni, Emilíönu Torrini og svo mætti áfram telja, bæði á tónleikum og á hljómplötum og einnig starfað í hljómsveit í Þjóðleikhúsinu. Ingibjörg kemur einnig reglulega fram undir eigin nafni með hljómsveit sinni.
Vinsamlegast athugið að viðburðurinn fer fram framan við gróðurhúsið á Lækjartorgi.
Viðburður á Facebook
Nánari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is