Sigrún Eldjárn

Um þennan viðburð

Tími
13:30 - 14:15
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Liðnir viðburðir

Bókmenntaganga | Allir í strigaskóm!

Laugardagur 13. júní 2020

ATH! Skráning í gönguna er nauðsynleg, það er hægt að skrá sig hér fyrir neðan.

Sigrún Eldjárn á fjörutíu ára rithöfundarafmæli um þessar mundir. Í tilefni afmælisins ætlum við að heiðra hana með bókmenntagöngu í miðbæ Reykjavíkur. Gangan verður u.þ.b. 40 mínútna löng og verða skemmtileg og ævintýraleg stopp á leiðinni. Tilvalið fyrir alla fjölskylduna!

Leiðsögumaður göngunar er Sunna Dís Másdóttir.

Sigrún Eldjárn er einn ástsælasti barnabókarithöfundurinn okkar og hefur hún skrifað fjöldann allan af bókum, m.a. um Kugg, Málfríði og mömmu hennar, Sigurfljóð og svo mætti lengi telja. Fyrir fjörutíu árum, kom út fyrsta barnabók Sigrúnar, Allt í plati!, en bókin var nýverið endurútgefin í endurbættri útgáfu.

Eftir gönguna mun Sigrún lesa upp úr bók sinni Allt í plati!

Börn fá tækifæri til að teikna og lita krókófíla og aðrar furðuverur.

Safi og sleikjó í boði.

Fjöldi þátttakenda í göngunni er takmarkaður (en ókeypis), og því er skráning nauðsynleg hér fyrir neðan.

Fyrir nánari upplýsingar:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, deildarbókavörður
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is

Viðburður á Facebook/ Info in English on Facebook