Roblox títill
Myndbandagerð með Roblox

Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 15:45
Verð
Frítt
Staður
Streymi
Hópur
Fyrir öll
Liðnir viðburðir

Fiktvarpið | Myndbandagerð með Roblox

Þriðjudagur 16. júní 2020

Facebook Live: https://www.facebook.com/Borgarbokasafnid/live/
Twitch: https://www.twitch.tv/tilraunaverkstaedid
YouTube: https://www.youtube.com/user/borgarbokasafn

Hefur þú einhvern tímann horft á aðra spila tölvuleiki á YouTube? Ert þú snillingur í Roblox eða öðrum tölvuleikjum? Langar þig að búa til þín eigin tölvuleikjamyndbönd og deila með öðrum?

Í þessu Fiktvarpi mun Úlfur frá Skema í Háskóla Reykjavíkur, sýna þér hvernig best er að taka upp tölvuleiki á meðan þú spilar, og hvernig er hægt að klippa og birta tölvuleikjamyndböndin með hjálp forritsins OBS. Úlfur mun nota Roblox sem er ókeypis tölvuleikur, en þið getið verið í hvaða tölvuleik sem er!

Við lærum alls kyns brögð og brellur og förum yfir mismunandi gerðir myndbanda. Við munum líka læra að birta myndböndin á Youtube, og að lokum förum við vel yfir hvernig við gerum þetta á ábyrgan hátt og hvað ber að varast í ferlinu.

Það sem þú þarft:
- Streamlabs OBS forritið (https://streamlabs.com/) — fæst ókeypis.
- Roblox á sömu tölvu eða annan leik sem þér finnst skemmtilegur

 

Nánari upplýsingar:
Karl James Pestka
karl.james.pestka@reykjavik.is

Info in English on Facebook (https://www.facebook.com/events/2470011646622350)