Bókaverðlaun barnanna 2020 | Tilnefningar

Árlega tilnefna börn þær bækur sem þeim þykja skemmtilegastar, áhugaverðastar eða bestar að hvaða ástæðu sem er og verða Bókaverðlaun barnanna afhent nú í 19. sinn. Alls láu 128 bækur undir í kosningunni en bækurnar hafa aldrei verið fleiri en í ár. Börn af öllu landinu kusu og í ár fengu allar 128 bækurnar kosningu!

Þær fimm íslensku og fimm þýddu barnabækur sem stóðu upp úr hjá börnunum munu keppa svo áfram í kosningu Sagna – verðlaunahátíð barnanna: www.krakkaruv.is/sogur . Kosningin stendur til 15. maí.

Tilkynnt verður um úrslit í hátíðardagskrá, Sögur – verðlaunahátíð barnanna sem verður sjónvarpað á RÚV laugardaginn 6. júní.


Eftirfarandi bækur eru tilnefndar til Bókaverðlaun barnanna 2020 (birt í stafrófsröð):

Íslenskar barnabækur

Barist í Barcelona - Gunnar Helgason

Draumaþjófurinn - Gunnar Helgason

Kennarinn sem hvarf - Bergrún Íris Sævarsdóttir

Orri óstöðvandi: Hefnd glæponanna - Bjarni Fritzson

Þinn eigin tölvuleikur - Ævar Þór Benediktsson

 

Þýddar barnabækur

Dagbók Kidda klaufa - Allt á hvolfi - Jeff Kinney, þýðandi Helgi Jónsson

Handbók fyrir ofurhetjur – Fjórði hluti: Vargarnir koma - Elias Vahlund, þýðandi Ingunn Snædal

Hundmann - Dav Pilkey, þýðandi Bjarki Karlsson

Í alvöru ekki opna þessa bók - Andy Lee, þýðandi Huginn Þór Grétarsson

Kiddi Klaufi: Randver kjaftar frá: besti vinur Kidda skrifar eigin bók - Jeff Kinney, þýðandi Helgi Jónsson

 

Flokkur
UppfærtFimmtudagur, 16. maí, 2024 15:39
Materials