
Um þennan viðburð
Sundlauganótt í Dalslaug
Í tilefni Sundlauganætur sem er hluti af dagskrá Vetrarhátíðar Reykjavíkurborgar verður lifandi stemmning milli kl. 17 og 21 á Borgarbókasafninu Úlfasárdal og Dalslaug!
Bókasafnið
Opin föndursmiðja - 17:00-20:00.
Skreytum sundlaugina okkar! Hér geta gestir sest niður og föndrað saman ýmis listaverk. Allur efniviður verður á staðnum og hægt verður að hengja verkin á veggi hússins. Eftir það er hægt að halda fjörinu áfram í Dalslaug.

Dalslaug - frítt í sund!
Útilaug - 17:00-21:00
Hrynjandi og heitir pottar - blaknet og blautir boltar. Skemmtileg tónlist sem gleður öll verður í gangi allt kvöldið en fyrir þau sem vilja hreyfa sig meira verður blaknet og boltar í boði. Teiti fyrir líkama og sál.

Ekki láta þetta fram hjá ykkur fara!
Meira um Sundlauganótt finnur þú hér.
Nánari upplýsingar veitir,
Tinna Birna Björnsdóttir | Viðburðir
tinna.birna.bjornsdottir@reykjavik.is