Jóladagatal | Stikkprufur úr flóðinu 2025
Líkt og síðustu ár laumast rithöfundar og þýðendur til byggða með glóðvolgar bækur. Fyrst komu þau við á Borgarbókasafninu í Grófinni og sitja þar nú og bíða eftir að við opnum gluggana á dagatalinu.
Fylgist vel með hér eða á Facebook, Instagram, Youtube og TikTok í desember, alla daga fram að jólum!
4. desember
Dagatalsglugginn opnast og þar blasir við sagnfræðingurinn Davíð Ólafsson með bók sína Mynd & hand: Skólasaga 1939 - 1999. Davíð hlaut í gær tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bókina í flokki fræðibóka og rita almenns efnis. Meðhöfundur Davíðs að bókinni var Arndís S. Árnadóttir.
.
3. desember
Dagatalsglugginn í dag ber með sér myndskeyti alla leið frá Lundúnaborg. Það er rithöfundurinn Sif Sigmarsdóttir sem býður okkur til stofu og segir frá nýrri skáldsögu sinni, Allt sem við hefðum getað orðið.
2. desember
Það er bjart yfir borginni í dag, vindurinn blæs og ljósunum fer fjölgandi í gluggum húsanna. Í dag er það Joachim B. Schmidt sem kíkir út um dagatalsglugga Borgarbókasafnsins með skáldsögu sína Ósmann. Þýðandi: Bjarni Jónsson.
1. desember
Fyrsti desember og fullveldi fagnað. Tími til að anda ofan í maga, búa sig undir jól og næstu daga, reyna að muna eftir að njóta – ekki síst bókmenntanna. Við opnum fyrsta gluggann í jóladagatalinu okkar og fyrsti höfundurinn sem gægist þar út er Una Margrét Jónsdóttir, með bók sína Silfuröld revíunnar.