
Um þennan viðburð
Bókakynning | Utanveltumaður: Saga Frímanns B. Arngrímssonar
Valdimar Gunnarsson er Eyfirðingur. Hann lauk BA prófi frá HÍ 1971 og kenndi árum saman við Menntaskólann á Akureyri, íslensku, sögu og fleiri greinar. Hann hætti kennslustörfum 2013 og hefur síðan fengist við ýmisleg fræði, einkum ættfræði á snærum IcelandicRoots, sem er vefur helgaður Vestur-Íslendingum. Hann hefur skrifað nokkrar greinar í blöð og tímarit, þar sem hann hefur grafið eitt og annað upp úr gömlum skjölum og skræðum.
Utanveltumaður er fyrsta bók Valdimars og segir frá sérkennilegum Eyfirðingi sem fór vestur um haf, lærði meira en aðrir, var einnig á Bretlandi og í París áður en hann sneri aftur til Íslands 1914, þá nær sextugur. Hann hafði fjölmargar hugmyndir um margvísleg efni til framfara fyrir land og þjóð en fékk aldrei neinn hljómgrunn hvar sem hann fór. Að sumu leyti má kenna honum um það en hann var líka talsvert langt á undan sinni samtíð og átti ekki heldur neitt bakland hér á landi.
Öll velkomin!
Nánari upplýsingar:
vgunn@simnet.is
Rými fyrir höfunda á söfnunum okkar
Rithöfundar og skáld sem eru að gefa út bók og hafa áhuga á að standa fyrir kynningu á nýju verki og/eða eldri verkum sínum geta pantað rými á Borgarbókasafninu sér að kostnaðarlausu. Höfundum er frjálst að nýta rýmið eins og þeim hentar, til dæmis fyrir upplestur (jafnvel í samráði við aðra höfunda), útgáfuhóf og kynningar.
Hægt er að bóka rými með því að senda tölvupóst á thorgerdur.agla.magnusdottir@reykjavik.is