Dægurflugur Hljómsveitin Strengir Borgarbókasafnið
Hljómsveitin Strengir leikur gömlu góðu íslensku dægurlögin

Um þennan viðburð

Tími
13:15 - 14:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
Íslenska
Tónlist

Dægurflugur í hádeginu I Stiklað á stóru með hljómsveitinni Strengjum

Laugardagur 18. október 2025

Borgarbókasafnið Gerðubergi, föstudaginn 17. október kl. 12:15-13:00
Borgarbókasafnið Spönginni, laugardaginn 18. október  kl. 13:15-14:00

Strengir er íslenskt þjóðlagatríó sem leikur fjölbreytta íslenska og erlenda tónlist frá ólíkum áratugum. Strengir hafa vakið lukku fyrir skemmtilegan flutning og fallegan samhljóm. Að þessu sinni er þemað íslensk lög frá árunum 1964-1998 eftir höfunda á borð við Gunnar Þórðarson,  Magnús Kjartansson, KK, Villa Vill o.fl.

Hljómsveitina skipa Bragi Árnason, Páll Sólmundur Eydal og Leifur Gunnarsson, en ásamt því að syngja fjölradda útsetningar leika þeir á gítara og kontrabassa. 

https://www.instagram.com/strengirband/ 

Dægurflugur í hádeginu er tónleikaröð sem Borgarbókasafnið stendur fyrir í samstarfi við Leif Gunnarsson kontrabassaleikara. Þar kemur fram margt af okkar helsta tónlistarfólki og á tónleikunum gefst Reykvíkingum tækifæri til að koma saman, hitta félaga, njóta tónlistar og spjalla við tónlistarfólkið eftir tónleika. 

Markmiðið er fyrst og fremst að færa metnaðarfulla tónlist út í hverfi borgarinnar þannig að fólk geti notið hennar í eigin nærumhverfi og á eigin forsendum. 

Listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar er Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari. 
Nánar um Leif hér: www.lgtonar.com 

Frítt er inn á tónleikana og eru öll hjartanlega velkomin. 
 

Nánari upplýsingar veita: 
Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri viðburða 
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is  I 868 1851 

Leifur Gunnarsson 
leifurgunnarsson@gmail.com | 868  9048