
Um þennan viðburð
Jólagleði Stúfs
Nú eru um fjórar vikur liðnar síðan Stúfur lagði af stað til byggða. Saman höfum við öll stefnt að því að lesa ÞÚSUND bækur svo að Stúfur fái nægan lestrarkraft til að komast alla leið. En spurningin er: náum við markmiðinu svo að hann komist til okkar í Sólheimasafn?
Ef markmiðinu, að lesa samtals ÞÚSUND bækur, hefur verið náð á tilsettum tíma, munum við halda upp á það með jólasögustund í Sólheimasafni. Eftir hana verður svo boðið upp á jólakakó og köku og við föndrum eitthvað jólalegt saman. Þá fáum líka að vita hvernig ferðin hans Stúfs gekk.
Fram að þessu verður hægt er að fylgjast með ferðum Stúfs í Sólheimasafni og sjá hvað búið er að lesa margar bækur.
Nánari upplýsingar um ferðalagið má finna hér
Öll velkomin!
Nánari upplýsingar veitir:
Sigrún Jóna Kristjánsdóttir
sigrun.jona.kristjansdottir@reykjavik.is | s. 411-6160