Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
-
Sýningar

Sýning | Samflot í litheima

Laugardagur 11. október 2025 - Laugardagur 15. nóvember 2025

Sýning Listar án landamæra sameinar verk listafólks sem hvert á sinn hátt kannar víddir og möguleika litrófsins í ólíkum miðlum. Gestum er boðið að fljóta með inn í litaveröld þar sem abstrakt og fígúratíft mætast, kímni fléttast við kyrrð og furður leynast í hversdagsleika. Litir segja sögu án orða; þeir eru orkugjafar sem ferðast um taugakerfið og hver tónn hefur sína merkingu. Sum verk kalla strax til okkar með skörpum björtum tónum, á meðan önnur bjóða til hægara samtals og leitandi íhugunar. Í samflotinu skynjum við og skiljum ótal sögur, tilfinningar og drauma, sem eru í senn persónulegar og sameiginlegar. 

Verið velkomin á opnunarviðburð laugardaginn 11. október kl. 14:00.

Viðburður á facebook

 

Nánari upplýsingar veitir:
Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri í Gerðubergi
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is | 411 6170