FRESTAÐ Leshringurinn 101 | Amsterdam
Vinsamlegast athugið að þessum viðburði hefur verið frestað um óákveðinn tíma.
Hittumst og spjöllum um skáldsöguna Amsterdam eftir Ian McEwan.
Leshringurinn 101 ætlar lesa bækur frá ýmsum heimshornum þennan veturinn, frá Norðurlöndum, Bretlandi, Rússlandi, Norður-Kóreu, Palestínu, Venesúela og Bandaríkjunum.
Leshringurinn hittist í Grófinni annan þriðjudag í mánuði kl.17:30-18:30. Hugguleg stemning, kaffi og spjall. Leshringurinn er opinn! Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda tölvupóst á Guðrúnu Baldvinsdóttur eða einfaldlega mætið á svæðið.
Umsjón: Guðrún Baldvinsdóttir,
gudrun.baldvinsdottir@reykjavik.is
Dagskrá vetrarins:
8. október Út að stela hestum eftir Per Petterson
12. nóvember Orðspor eftir Juan Gabriel Vásquez
10. desember Heimför eftir Yaa Gyasi
14. janúar Í leyfisleysi eftir Lenu Anderson og farið yfir jólabækurnar
11. febrúar Morgnar í Jenín eftir Susan Abulhawa
10. mars Amsterdam eftir Ian McEwan
14. apríl Plötusnúður Rauða hersins eftir Wladimir Kaminer
12. maí Með lífið að veði eftir Yeonmi Park