RIFF 2025 - Mínútu-stuttmyndir

RIFF 2025 - Mínútu-stuttmyndir

Í samstarfi við RIFF kvikmyndahátíðina, sem haldin verður í Reykjavík dagana 25. september til 5. október, verða sýndar fjöldi mínútulangra stuttmynda í Borgarbókasafninu Grófinni. Viðfangsefnin eru alþjóðleg og allskonar.

Myndirnar verða sýndar á Torginu á 1. hæðinni:

When Art Isn't Life – Þegar list er ekki líf (11 mínútur í heild)
Myndaröðin „Þegar list er ekki líf“ í sýningarstjórn Gagnrýnendanna (e. The Critics) — hópi ungra nígerískra kvikmyndagerðarmanna — tekst á við mörk lífs og listar og skoðar sérstaklega spurninguna „Hvað er list ef ekki lífið sjálft?“

When Filmmaking Is a First Language Spoken to Protect – Þegar kvikmyndagerð er móðurmál sem talað er til að vernda (23 mínútur í heild)
„Þegar kvikmyndagerð er móðurmál sem talað er til að vernda“, í sýningarstjórn Shen Xin, skoðar kvikmyndagerð sem vettvang þar sem tungumálasköpun á sér stað í gegnum sambönd og þekkingu.

Passing the Love – Ástin látin ganga (19 mínútur í heild)
Þessi myndaröð stillir upp svipmyndum af einstaklingum, vinum, fjölskyldum og hópum í því skyni að dreifa væntumþykju og fanga flóru tilfinninganna í myndræna dagbók. Hér er ástin reifuð — hið lifandi afl sem drífur okkur áfram gegnum myrkrið. Ólíkt þeirri „Hollywood glansmynd“ sem venjan er að mála upp, er ástinni ljáð djúpstæða merkingu — sem endurspeglun á hinum flókna veruleika mannlegrar reynslu og tengsla. Myndirnar fanga augnablik sem einkennast af umhyggju, löngunum, berskjöldun og verðandi.

One Minutes Jr. No Easy Day – Enginn dans á rósum (15 mínútur í heild)
The One Minutes Jr. teymið fór til Dhaka þar sem fram fór fimm daga vinnustofa með 15 börnum sem búa á götum borgarinnar og þiggja aðstoð frá hjálparstöðvum UNICEF í Bangladesh. Þar lærðu þau kvikmyndagerð og klippingu fengu að kynnast kraftinum sem býr í frásagnarlist.

The One Minutes er hollensk stofnun sem framleiðir og dreifir mínútumyndum út frá listrænu sjónarmiði og býður upp á alþjóðlegan vettvang til að skapa og tengjast. Ný sería á þeirra vegum kemur út á tveggja mánaða fresti. Nánar á theoneminutes.org.

Viðburður á Facebook
 

Nánari upplýsingar veitir:

Ármann Pétursson, verkefnastjóri RIFF
aroundtown@riff.is

Flokkur
Merki
UppfærtFimmtudagur, 25. september, 2025 13:01