Málverk eftir Helgu Bogadóttur
Málverk eftir Helgu Bogadóttur

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
-
Sýningar

Sýning | Leikur að litum

Miðvikudagur 30. apríl 2025 - Föstudagur 29. ágúst 2025

Helga Bogadóttir sýnir málverk

Á sýningunni eru málverk sem Helga hefur unnið að síðustu ár. Þau eru af íslensku landslagi og dýrum en í þann rann sækir hún innblástur.

Helga verður á staðnum föstudaginn 9. maí kl. 14 - 16 og tekur á móti áhugasömum.

 

Helga ólst upp í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem hún var í nánum tengslum við náttúruna og tók þátt í öllum almennum bústörfum. Sveitin með öllum sínum undrum á því hug Helgu sem hefur náð að tengja þann heim inn í málverkið. Hún hefur teiknað og málað í gegnum tíðina en fór þó fyrst á námskeið í olíumálun árið 2007 og hefur farið á allnokkur námskeið síðan.

Helga tók þátt í samsýningu hjá myndlistarfélaginu Litka  í fjögur skipti á árunum 2010 til 2016.

Árið 1986 lauk Helga BA kennaraprófi frá HÍ og mastersprófi í sérkennslufræðum frá HÍ 2017. Hún hefur kennt alla sína tíð í grunnskólum. Auk málverksins eru helstu áhugamálin handavinna og hestamennska sem hún stundar af kappi. 

Hægt er að skoða sýninguna Leikur að litum á opnunartíma safnsins.

 

Nánari upplýsingar veita: 

Helga Bogadóttir, myndlistarkona
helga.bogadottir@gmail.com  | 895 5642

Katrín Guðmundsdóttir, deildarstjóri Borgarbókasafnsins Árbæ
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is | 411 6250