Hönnunarmars 2025 | Tilraunastofa ímyndaraflsins

Um þennan viðburð

Tími
15:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
-
Börn

HönnunarMars | Tilraunastofa ímyndunaraflsins – opnun

Föstudagur 4. apríl 2025

Verið velkomin á opnun á Tilraunastofu ímyndunaraflsins.

Borgarbókasafnið, Hönnunarteymi Grófarhúss og ÞYKJÓ hafa unnið saman að þróun barnahæðar í fyrirhuguðu framtíðarbókasafni borgarbúa við Tryggvagötu. Hvað dreymdi notendur um? Geta óskir ræst?

Á HönnunarMars er almenningi boðið að prófa nokkrar frumgerðir af hugmyndaborðinu og hafa áhrif á barnasvæðið með endurgjöf og samtali.

Til sýnis verða meðal annars þrautabraut, leshellir, söguskógur, skýjaborg og sólarlaut fyrir börnin. Börnum og fjölskyldum þeirra gefst tækifæri til að taka þátt í þessum áþreifanlega áfanga hönnunarferlisins og fá skýrari tilfinningu fyrir nýja bókasafninu sem brátt mun líta dagsins ljós.

Borgarstjóri opnar Tilraunastofu ímyndunaraflsins. Börn og fjölskyldur þeirra eru sérstaklega velkomin.

Sjá heildardagskrá Borgarbókasafnsins á Hönnunarmars.

Sjá vefsíðu Hönnunarmars 2025.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri nýsköpunar
gudrun.lilja.gunnlaugsdottir@reykjavik.is | 411 6114