![](https://borgarbokasafn.is/sites/default/files/styles/ding_secondary_large/public/einsogisogu_berglind_rakel_minni_0.jpg?itok=BJynR_XA)
Um þennan viðburð
Ritsmiðja | Viltu skálda og bæta orðaforða þinn?
Í ritsmiðjunni verður kennd íslenska í gegnum skapandi skrif. Þátttakendur lesa örsögur í tíma og ræða efni þeirra. Síðan verður nemendum leiðbeint við ritun einfalds texta á íslensku.
Ritsmiðjan er ætluð krökkum á aldrinum 12-16 ára sem langar til þess að bæta orðaforða sinn, leika sér með tungumálið og þjálfa sig í skapandi skrifum. Skemmtilegur og spennandi orðaforði verður lagður inn, unnið með efni líðandi stundar og orðasambönd og nýyrðasmíð.
Hámarks fjöldi: 12 þátttakendur.
Þátttaka er ókeypis en skráning nauðsynleg. Hægt er að skrá sig hér fyrir neðan.
Berglind Erna Tryggvadóttir og Þórunn Rakel Gylfadóttir leiða námskeiðið. Þær eru rithöfundar og íslenskukennarar, auk þess sem þær semja námsgögn í íslensku.
Nánari upplýsingar veita:
Berglind Erna Tryggvadóttir
berglinderna12@gmail.com
Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | 411 6115