Hreiðrið

Borgarbókasafnið er að leita að sögum um að tilheyra

Hreiðrið er safn af textum og myndefni sem gefur fólki þá tilfinningu að það tilheyri. Safnið verður til sýnis í Borgarbókasöfnum Reykjavíkur ásamt persónulegum hljóðsögum um efnið. Í heimi þar sem fólk er sífellt meira sundrað gefur Hreiðrið tækifæri til að hlusta á einstaklinga með mismunandi lífsreynslu. 

Við leitum að fólki til að:
•    Deila efni sem gefur þér tilfininguna um að þú tilheyrir. (Þetta getur verið bók, lag, ljóð, kvikmynd, saga, uppskrift, eða eitthvað annað).
•    Taka upp viðtal við starfsmann bókasafns þar sem þú segir frá efninu og hvernig það tengist sögunni þinni.

Eftir það verða efnið og sagan þín verður sýnd á söfnum Borgarbókasafnsins fyrir notendur til að uppgötva. Þátttakendur fá greitt.

Til að taka þátt eða ef þú vilt vita meira, vertu í sambandi við Fanny Sissoko, verkefnastjóra inngildingar og fræðslu á Borgarbókasafninu: fanny.sanne.sissoko@reykjavik.is fyrir 30. Nóvember 2025