Framtíðarfestival 2025 - Opið fyrir umsóknir

Open Call in English

Hefur þú áhyggjur af þróun mála? Tengslarof, ójöfnuður, vistkreppa  - hvernig getum við komið í veg fyrir að vandamálin fylgi okkur inn í framtíðina? 

Bókasafnið býður upp á einstakan stað til að stunda lýðræðisæfingar. Þú leggur til þína áskorun, spurningu eða hugleiðingu sem upphafspunkt sem þátttakendur þróa í framtíðarsýnir. Að hverju viljum við stefna sem samfélag? Hvernig getum við sameinast um áform og tilgang í samfélagi við aðra? 

Opið er fyrir umsóknir - Mótaðu Framtíðarfestivalið með okkur! 

Óskað er eftir tillögum að dagskrárliðum á Framtíðarfestivalið í fjölbreyttu formi – skapandi vinnustofur, heimspekisamtöl, sýningar, eða innsetningar sem höfða til ólíkra skynfæra — sem hvetja okkur til að vinna saman að bættum framtíðarmöguleikum. 

Umsóknarfrestur: 8. nóvember 2024 – 23:59 
Dagskrá tilkynnt: 30. nóvember 2024 
Framtíðarfestival: 25. janúar 2025  

Greiðslur fyrir framlög til festivalsins eru 60.000 kr. Alls verða 10 framlög valin af valnefnd.  

VAL Á FRAMLÖGUM

Valnefnd fer yfir allar innsendar umsóknir og velur 10 framlög á Framtíðarfestivalið. Við valið er tekið mið af eftirfarandi þáttum: 
- Er framlagið í takt við áherslur Framtíðarfestivalsins 2025? Þ.e. tengsl fólks við umhverfið, frumleika og framtíðarbjartsýni. 
- Er framlagið þátttökumiðað og hvetur það til þróunar fjölbreyttra framtíða

Við val á framlögum er tekið mið af því að heildardagskráin höfði til ólíkra skynfæra. Miðað er við að hvert framlag sé 90 mínútur, en tekið er tillit til tímalengdar eftir eðli hvers innleggs. 

Frekari upplýsingar veitir: 
Dögg Sigmarsdóttir 
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka 
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is 

Framtíðarfestival | Umsókn

Skráin þarf að vera minni en 2 MB.
Leyfð skráarsnið: gif jpg jpeg png.