Information about the event

Time
16:30 - 18:00
Price
Free
Talks & discussions

Hvernig sköpum við styðjandi samfélög? | Stofan - Kynningarfundur

Tuesday June 6th 2023

Langar þig að skapa með okkur styðjandi samfélagsrými á bókasafninu? 

Við viljum sjá ólíkar útgáfum af stöðum þar sem samfélög geta komið saman og sinnt sínum eigin þörfum. Við leitum að félögum og félagasamtökum sem eru til í að sýna okkur hvernig þeirra staður myndi líta út á bókasafninu.  

Á næsta starfsári Stofunnar 2023-2024 leggjum við áherslu á að hlúa að samfélögum og að skapa styðjandi umhverfi á bókasafninu.  

Stofan er tímabundinn staður – samfélagsrými eins og bókasafnið gæti verið. Þetta er staður sem býður notendum að tengjast öðrum, finnast þau vera hluti af samfélaginu á eigin forsendum. Stofan er tilraunaverkefni þar sem ólíkir samstarfsaðilar skapa samfélagsrými sem þau myndu vilja sjá á bókasafninu.

Kíktu við á opna fundinn þar sem við kynnum verkefnið Stofuna | A Public Living Room og skoðum hvaða möguleika samstarfið býður upp á. 

Öll velkomin, þátttaka ókeypis!
Viðburður á Facebook

Frekari upplýsingar 
Dögg Sigmarsdóttir 
Verkefnasatjóri | Borgaraleg þátttaka 
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is