Smiðjur | Skapandi tækni

Borgarbókasafnið býður reglulega upp á fjölbreyttar smiðjur fyrir börn og ungmenni, í einni  ákveðinni tækni í hvert sinn t.d. í forritun í örtölvum, barmmerkjagerð, tónlistarforritun, laga- og textagerð, saumaskap o.fl.

Skráning er nauðsynleg í smiðjurnar en ekki þarf að eiga bókasafnskort til að mæta.

Búum til barmmerki

Ertu með hugmynd að smiðju?

Langar þig að læra eitthvað sem við höfum ekki ennþá boðið uppá? Sendu okkur hugmyndina þína!

Einnig er kennurum og öðrum með sérþekkingu á ákveðnu sviði skapandi greina eða tækni, t.d í tölvufikti, tónlist eða myndvinnslu, velkomið að hafa samband ef þau hafa áhuga á að halda smiðju á Borgarbókasafninu.