Naxos | Streymi fyrir tónlist og myndir

Ef þú átt kort hjá Borgarbókasafninu hefur þú aðgang að:

Naxos Music Library - Streymi sígildrar tónlistar
Naxos Video Library - Streymi mynda sem tengjast tónlist, myndlist og sviðslistum

Hvað er í boði á Naxos? 

Í Naxos Music Library finnur þú milljónir tónverka frá mörg hundruð útgáfufyrirtækjum. Auk sígildrar tónlistar má finna jazz, heimstónlist og nokkuð af dægurtónlist. Einnig er hægt að nálgast textaumfjöllun um tónverk, æviágrip tónskálda og flytjenda, leiðbeiningar um framburð á nöfnum þeirra, tónlistarorðabók, libretto úr hundruðum ópera og ýmis konar annan fróðleik um tónlist og tónlistarsögu.

Í Naxos Video Library má finna óperuuppfærslur, ballettsýningar, tónleika, tónlistarfræðslumyndir og ýmislegt annað. Auk Naxos er efnið meðal annars frá Opus Arte, Arthaus, Dacapo og EuroArts.

Báðar veiturnar eru uppfærðar reglulega.


Hvernig skrái ég mig inn?

- Veldu annað hvort Naxos Music Library eða Naxos Video Library

- Sláðu inn bókasafnskortanúmerið þitt (byrjar á GE00) í reitinn þar sem stendur "library card". Númerið þitt finnur þú hér á heimasíðunnu undir Mínar síður > Mínar stillingar

- Gott er að skrá sig út að lokinni hlustun


Er til Naxos app?

Naxos Music Library appið má nálgast á iTunes (fyrir iOS) eða Google Play (fyrir Android). Það er því miður ekki til app fyrir Naxos Video Library

Til að virkja appið þarftu að búa til reikning. Í appinu er hægt að búa til eigin lagalista, sem er svo hægt að nálgast í gegnum tölvur, spjaldtölvur, tónhlöður og snjallsíma.


Hvernig bý ég til reikning?

- Opnaðu Naxos Music Library og sláðu inn bókasafnskortsnúmerið þitt (byrjar á GE00).

- Veldu „Playlists“ af stikuröðinni til vinstri á skjánum

- Veldu „Sign up“ efst til hægri í stikunni „Student/Member Playlists“

- Sláðu inn umbeðnar upplýsingar og veldu „Register New Account Now“

- Virkjaðu reikning þinn með því að smella á tengil í tölvupósti sem þú færð sendan

Að lokum má ekki gleyma því Borgarbókasafnið hefur mikið safn tónlistar á geisladiskum, vínylplötum og mynddiskum! Í leitarglugganum hér a vefnum er hægur leikur að leita að diskum og hljómplötum, taka frá og sækja á það safn sem hentar.