Aðstaða í Klébergi

Notalegt hverfissafn

Á bókasafninu er hægt er að koma sér vel fyrir og lesa eða spjalla, þar er líka upplagt fyrir hannyrðahópa eða fólk sem er saman í leshring að hittast. Þrátt fyrir lítið rými er safnkosturinn fjölbreyttur, bækur á bæði íslensku og ensku, einnig nokkuð af bókum á pólsku. Eins er alltaf hægt að panta bækur frá hinum borgarbókasöfnunum sjö og fá þær sendar í Kléberg.  Á bókasafninu er líka ágæt aðstaða fyrir nemendur til að læra, hvort sem fólk er í leikskóla eða háskóla.

Fjölskyldur

Barnadeildin er lítil og notaleg, þar eru í boði bækur, leikföng og blöð fyrir alla aldurshópa. Þangað er gott að kíkja í heimsókn og leika.