Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 18:00
Verð
Frítt
Aldur
15-18 ára
Ungmenni

Hinsegin prentfélagið

Mánudagur 4. september 2023

Ert þú skapandi hinsegin ungmenni?

Hinsegin prentfélagið er klúbbur fyrir 15 – 18 ára ungmenni sem eru hinsegin eða tengja við hinseginleikann á einhvern hátt. Yfir eina önn mun hópurinn vinna að sjálfstæðri útgáfu, frá hugmynd til útgáfuhófs. Hópurinn prófar sig áfram í öllu því sem prentmiðillinn býður upp á, t.d. skapandi skrifum, plakatagerð, klippimyndum, grafík og myndlýsingum, í samtali við leiðbeinendur og hönnuð.

Þátttaka er ókeypis en skráning er nauðsynleg og takmarkað pláss í boði. Opnað verður fyrir skráningu 15. ágúst.

Leiðbeinendur eru Agnes Ársæls  (hún/hán) og Bára Bjarnadóttir  (hún), sérfræðingur á Borgarbókasafninu. Bæði eru myndlistarmenn með reynslu úr frístundastarfi og hafa haldið fjölda listasmiðja fyrir þátttakendur á breiðu aldursbili. Agnes og Bára eru hluti af listamannasamsteypunni Ræktin sem gaf út málgagnið Hlust, á listahátíðinni Sequences X.

Hönnuður verkefnisins er Adam Flint (hann). Hann vinnur með samspil þátttökulistar og hönnunar og hefur reynslu af sýningarhönnun fyrir fjölmörg söfn og menningarstofnanir. Adam hefur kennt við Listaháskóla Íslands síðan haustið 2022.

Við hittumst níu sinnum á önninni:
4. sept., 18. sept., 2. okt., 16. okt., 30. okt., 13. okt., 27. okt., 11. des og í lokin er útgáfupartý 18. des.

Hinsegin prentfélagið hefur hlotið styrk frá Barnamenningarsjóði.

Nánari upplýsingar veitir:
Bára Bjarnadóttir, sérfræðingur
bara.bjarnadottir@reykjavik.is | 411-6138

Merki