Anna Sæunn og Jóhannes Ágúst

Um þennan viðburð

Tími
14:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Unglingar
Tónlist
Ungmenni

Tónlistarnámskeið | 13 ára +

Laugardagur 30. janúar 2021 - Laugardagur 22. maí 2021

Skráning er á allflesta viðburði Borgarbókasafnsins og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna

Námskeiðið er níu skipti, eftirfarandi laugardaga: 30.1 | 13.2 | 27.2 | 13.3 | 27.3 | 10.4. | 24.4 | 8.5 | 22.5. 
Staðsetning: Verkstæðið, 5. hæð.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 12

Dreymir þig um að verða tónlistarstjarna? Áttu helling af frumsömdum textum og veist ekki hvað þú átt að gera við þá? Ertu með endalausar hugmyndir að mynböndum en ert ekki með réttu græjurnar? Þá er þetta námskeið fyrir þig!

Á þessu námskeiði fá ungmenni á aldrinum 13 ára og eldri  tækifæri á að semja sitt eigið lag og gera tónlistarmyndband. 

Þátttakendurnir vinna sjálfstætt með aðstoð leiðbeinanda, sem eru Jóhannes Ágúst Sigurjónsson og Anna Sæunn Ólafsdóttir.

Anna Sæunn Ólafsdóttir er menntuð leik- og kvikmyndagerðarkona. Hún hefur komið að framleiðslu og leikstjórn fjölda stutt- og heimildamynda og rekur sitt eigið framleiðslufyrirtæki í dag. Hún viðamikla reynslu og brennandi áhuga á vinnu með börnum og unglingum.

Jóhannes Ágúst Sigurjónsson er nýlega útskrifaður úr B.A. námi í lagaskrifum og pródúseringu við Linnéuniversitet í Svíþjóð og starfar við tónlistargerð á Íslandi.

Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is