Jazz í hádeginu Jóel Pálsson Ingi Bjarni Skúlason Leifur Gunnarsson Borgarbókasafnið
Jazz í hádeginu Jóel Pálsson Ingi Bjarni Skúlason

Um þennan viðburð

Tími
13:15 - 14:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Tónlist

Jazz í hádeginu í Spönginni I Tiltekt í fylgsnum hugans

Laugardagur 19. október 2019

Í Borgarbókasafninu Grófinni 17. október kl. 12.15-13.00, í Borgarbókasafninu Gerðubergi 18. október kl. 12.15-13.00 og í Borgarbókasafninu Spönginni kl. 13.15-14.00.

Píanóleikarinn Ingi Bjarni Skúlason, saxófónleikarinn Jóel Pálsson og bassaleikarinn Leifur Gunnarsson koma fram á tónleikaröðinni Jazz í hádeginu með efniskrá nýrrar tónlistar sem verður frumflutt við þetta tilefni. Þeir hafa allir unnið að eigin tónlistarverkefnum síðustu árin, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem leiðir þeirra liggja saman. Tiltekt í fylgsnum hugans í þessu tilfelli getur bæði átt við tónskáldið sem rótar í hugskotinu eftir góðri hendingu en einnig um hlustandann og þá hugarró sem fylgir því að aftengjast umheiminum eitt augnarblik á stuttum en vönduðum tónleikum.

Ingi Bjarni lauk bachelor prófi við Koninklijk Conservatorium í Den Haag vorið 2016. Vorið 2018 lauk hann sérhæfðu mastersnámi í tónlist sem kallast Nordic Master: The Composing Musician. Námið fór fram í Gautaborg, Kaupmannahöfn og Osló – ein önn á hvorum stað. Þar lærði hann meðal annars hjá Misha Alperin, Anders Jormin og Helge Lien. Í bachelor náminu var aðallega einblínt á færni í klassískum jazzpíanóleik, en í mastersnáminu var lögð meiri áhersla á tónsmíðar og listræn gildi.  Ingi Bjarni hefur spilað á alþjóðlegum jazzhátíðum líkt og Reykjavík Jazz Festival, Elbjazz, JazzAhead, Copenhagen Jazz Festival, Nordic Jazz Comets, Vilnius Jazz Festival og Lillehammer Jazz Festival. Í stuttu máli mætti segja að Ingi Bjarni hefur leikið eigin tónsmíðar með fjölda fólks á Íslandi og í Evrópu. Hann hefur gefið út tvær tríó plötur undir eigin nafni, Skarkali (2015) og Fundur (2018). Þriðja plata hans, Tenging, kom út í september síðastiðnum skipuðum kvintett.  

Jóel Pálsson hefur verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi á undanförnum árum og tekið þátt í fjölmörgum verkefnum á ólíkum sviðum tónlistar. Hann  hefur leikið á fjölda hljómplatna og komið fram í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada og Kína á tónleikum og tónlistarhátíðum. Jóel hefur áður gefið út plöturnar Prím, Klif, Septett, Varp, Horn, Innri og Dagar koma með frumsaminni tónlist auk platna sem hann hefur unnið í samstarfi við aðra; Stikur (m.Sigurði Flosasyni) og Skuggsjá (m.Eyþóri Gunnarssyni).  Jóel er meðlimur í Stórsveit Reykjavíkur og hljómsveitinni Annes. Jóel hefur hlotið íslensku tónlistarverðlaunin sex sinnum fyrir plötur sínar og verið tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs tvisvar, árin 2011 og 2016."

Leifur Gunnarsson er listrænn stjórnandi Jazz í hádeginu. 

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir

Nánari upplýsingar:
Hólmfríður Ólafsdóttir verkefnastjóri
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is
S:4116114