Anna Sigríður Helgadóttir söngkona kemur og syngur sumarlög.
Anna Sigríður Helgadóttir söngkona kemur og syngur sumarlög.

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Tónlist
Velkomin

Vorsöngur á jafndægri

Fimmtudagur 21. mars 2019

Anna Sigríður Helgadóttir söngkona kemur og syngur sumarlög. Tilefnið er að þennan dag er jafndægur á vori – dagurinn og nóttin jafnlöng og birtan óðum að sigra. 

Anna Sigríður er fædd í Reykjavík árið 1963. Hún stundaði söngnám við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og Söngskólann í Reykjavík, þaðan sem hún lauk námi við framhaldsdeild árið 1989.  Næstu þrjú árin sótti hún einkatíma hjá Prof. Rina Malatrasi á Ítalíu.  Hún hefur sungið með fjölda kóra og tekið þátt í margskonar tónlistarflutningi, s.s. einsöngstónleikum, djasstónleikum, óperu- og  óperettuuppfærslum, kirkjutónleikum, gospeltónleikum o.fl., á Íslandi, í Danmörku, Svíþjóð og á Ítalíu. Í febrúar árið 2000 tók hún þátt í uppfærslu Íslensku Óperunnar á óperunni “ The rape of Lucretia” eftir Benjamin Britten, þar sem hún söng hlutverk Biöncu. Árið 2002 söng hún hlutverk Mary í uppfærslu Listahátíðar í Þjóðleikhúsinu á óperunni “Hollendingnum fljúgandi” eftir Richard Wagner.

Frá 2001 til 2012 starfaði Anna Sigríður sem tónlistarstjóri í hlutastarfi við Fríkirkjuna í Reykjavík, þar sem hún söng við athafnir, hafði umsjón með tónlist fyrir athafnir tengdar kirkjunni, stjórnaði kór og hafði umsjón með tónlistarlífinu í kirkjunni.
Hún söng í mörg ár með sönghópnum Hljómeyki, er ein af sönghópnum Emil og Anna Sigga og hefur sungið frá upphafi með hinum landsfræga Bjargræðiskvartett.  Að auki hefur hún starfað sem söngkona og sungið víða s.s. við kirkjuathafnir, tónleika og margs konar uppákomur.

Nú starfar Anna Sigga sem leiðtogi í barnastarfi í Árbæjarkikju.

Anna Sigríður er leiðtogi í barnastarfi í Árbæjarkirkju, hefur starfað sem tónlistarstjóri og á að baki fjölbreyttan feril í tónlistarflutningi, s.s. einsöngstónleikum, djasstónleikum, óperu- og  óperettuuppfærslum, kirkjutónleikum, gospeltónleikum ásamt því að syngja í kórum.

Nánari upplýsingar: jónína Óskarsdóttir
jonina.oskarsdottir@reykjavik.is

Merki