tvennd | Samsýning
tvennd | Samsýning

Um þennan viðburð

Tími
16:00 - 12:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Sýningar

tvennd | samsýning

Föstudagur 16. nóvember 2018 - Mánudagur 31. desember 2018

Sýningin stendur frá 16.11. - 30.12.

Sýningin tvennd er samstarfsverkefni þeirra æskuvinkvenna Ragnheiðar Ragnarsdóttur arkitekts og myndlistarmanns og Sigríðar Ágústsdóttur leirlistarmanns og leiðsögumanns.

Sýningin er framhald sýningar þeirra í Safnasafninu í Eyjafirði, sumarið 2017.

"Samvinna okkar er byggð á sameiginlegri reynslu, gömlum kynnum, auknum þroska og aldri. Leiðir okkar í listinni lágu saman í listaskóla í Suður- Frakklandi og hafa verið í austur og vestur, töluvert andstæðar, hvað efni hugmyndir og handbragð snertir. Með tímanum höfum við fundið taktinn, sáttar við að láta sköpunarkraftinn ráða för í sjálfu ferlinu.  Efniviðurinn og átökin við formið nægja okkur  að lokapunkti. Vinnum í sundur, en þegar saman er komið, finnst okkur sem verkin haldist í hendur."

Á sýningunni tvennd eru olíumálverk Ragnheiðar og handmótuð leirverk Sigríðar.

Sýningin stendur til áramóta.

Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is

Merki